Landsbankinn sagður vilja kaupa breskt fjármálafyrirtæki

Landsbankinn er sagður hafa áhuga á að kaupa breska hlutabréfamiðlarann Bridgewell Group PLC. Thomson fjármálafréttaþjónustan hefur þetta eftir heimildarmönnum en ekkert formlegt tilboð mun hafa verið lagt fram. Fleiri fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Bridgewell.

Financial Times sagði í dag, að Jim Renwick, forstjóri Bridgewell og Darren Ellis, framkvæmdasjóri, hafi flogið til Íslands í gær til fundar við stjórnendur Landsbankans.

Bridgewell skýrði frá því í marslok, að viðræður hefðu farið fram um hugsanlega yfirtöku. Afkoma Bridgewell olli vonbrigðum á síðasta ári.

Landsbankinn keypti breska fjármálafyrirtækið Teather & Greenwood árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK