Aflaverðmæti nam 5,7 milljörðum króna í janúar

mbl.is/Jim Smart

Aflaverðmæti nam 5,7 milljörðum króna í janúar 2007 samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006. Aflaverðmæti íslenskra skipa í janúar jókst um 2,1 milljarða eða 58,8% á milli áranna 2006 til 2007 en aflaverðmæti í janúar 2006 var með minna móti miðað við fyrri ár.Þetta kemur fram vef Hagstofu Íslands.

Aflaverðmæti botnfisks var 4,6 milljarðar en var 3 milljarðar í janúar 2006 og er aukningin því 50,9%. Verðmæti þorskafla var 2,4 milljarðar og jókst um 34,1%. Aflaverðmæti ýsu nam tæpum 1 milljarði, sem er 57,4% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 66,3%, var 221 milljón.

Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 25,4% og nam 245 milljónum. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 299,4% og nam 866 milljónum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 773 milljónum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu, var 2,3 milljarðar króna. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam 1,3 milljarði. Aflaverðmæti sjófrystingar var 1,2 milljarðar og verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 693 milljónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK