Google orðið þekktasta vörumerki heims

Reuters

Nafn netveitunnar Google er nú orðið verðmætasta vörumerki í heimi samkvæmt árlegum lista, sem ráðgjafarfyrirtækið Millward Brown tekur saman. Er vörumerki Google metið á 66,4 milljarða dala og er komið upp fyrir General Electric og Microsoft.

Fyrir nokkrum árum var Coca-Cola efst á þessum lista en Microsoft velti því úr sessi og Coca-Cola er nú dottið niður í 4. sæti.

Verðmæti vörumerkisins Google jókst á síðasta ári um 10,6%. Verðmætið er reiknað út frá veltu og afkomu fyrirtækja og viðhorfs almennings til viðkomandi vörumerkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK