Mjúkri lendingu hagkerfisins spáð

00:00
00:00

„Lend­ing hag­kerf­is­ins verður svo mjúk að hægt verður að kalla hana snerti­lend­ingu áður en það fer á flug aft­ur," sagði Þor­steinn Þor­geirs­son skrif­stofu­stjóri efna­hags­skrif­stofu er hann kynnti nýja þjóðhags­spá Fjár­málaráðuneyt­is­ins í morg­un.

Þor­steinn sagði að viðskipta­hall­inn muni drag­ast hratt sam­an í ár og verði 15,8% af lands­fram­leiðslu vegna auk­ins út­flutn­ings á áli og sam­drátt­ar í inn­flutn­ingi sem einnig er spáð, sem og smá­vægi­leg­um sam­drætti í einka­neyslu.

Helstu óvissuþætt­irn­ir í þess­ari spá að mati Þor­steins eru fyrst og fremst hvort lagt verði í frek­ari stóriðju­fram­kvæmd­ir og nefndi hann áætlan­ir um ál­ver á Húsa­vík og Helgu­vík. Ástandið á alþjóðleg­um fjár­magns­mörkuðum, gengi krón­unn­ar og end­ur­nýj­un kjara­samn­inga á næsta ári eru sömu­leiðis óvissuþætt­ir sem gætu breytt for­send­um þess­ar­ar spár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka