Baugur kaupir hlut í Apple IMC

Gengið hefur verið frá sölu þriðjungs hlutar Bjarna Ákasonar í Humac ehf. sem rekur Apple IMC á Íslandi og víðar. Hluturinn var fyrir nokkru seldur eignarhaldsfélaginu Grafít, sem meðal annars á auglýsingastofuna Fíton, sem nú hefur selt hlutinn til Baugs Group. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Apple IMC rekur Appleverslanir við Laugavegi 182 og í Kringlunni auk 17 verslana í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 6 milljarðar króna og áætluð velta 2007 er 9 milljarðar króna. Starfsmenn Apple IMC eru 220.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK