Gengið hefur verið frá sölu þriðjungs hlutar Bjarna Ákasonar í Humac ehf. sem rekur Apple IMC á Íslandi og víðar. Hluturinn var fyrir nokkru seldur eignarhaldsfélaginu Grafít, sem meðal annars á auglýsingastofuna Fíton, sem nú hefur selt hlutinn til Baugs Group. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.
Apple IMC rekur Appleverslanir við Laugavegi 182 og í Kringlunni auk 17 verslana í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 6 milljarðar króna og áætluð velta 2007 er 9 milljarðar króna. Starfsmenn Apple IMC eru 220.