Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins

Hagnaður Kaupþings eftir skatta var 20,3 milljarðar króna fyrstu þrjá mánuði ársins en var 18,8 milljarðar á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður hluthafa eftir skatta jókst um 7,9% miðað við sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi var 27,6% á ársgrundvelli en hagnaður á hlut var 27,4 krónur samanborið við 28,3 krónur á sama tímabili í fyrra.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, segir í tilkynningu, að árið fari vel af stað hjá bankanum og allar stærstu starfstöðvar hans skila góðri afkomu. Vaxta- og þóknanatekjur aukist mikið og sé það árangur af miklu samræmingarstarfi sem unnið var innan bankans í fyrra. Einkar ánægjulegt sé að sjá góðan gang í rekstri bankans í Bretlandi. Þar hafi hagnaður aukist og tekjugrunnurinn breikkað. Bankinn hafi aldrei áður verið jafn vel í stakk búinn til áframhaldandi vaxtar og horfur á helstu mörkuðum hans séu góðar.

Rekstrartekjur bankans námu 44,1 milljarði króna og jukust um 24,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust um 55,1% miðað við sama tímabil í fyrra og hreinar þóknanatekjur um 43,4%.

Rekstrarkostnaður nam 17,7 milljörðum og jukust um 41,1% miðað við fyrsta ársfjórðung 2006. Heildareignir námu 4198 milljörðum króna í lok mars og jukust um 10,1% á föstu gengi frá áramótum, en um 3,5% í íslenskum krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK