Bjarni Ármannsson telur að efla þurfi Fjármálaeftirlitið

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is

Hann sagði íslenskan fjármálamarkað ungan og að markaðsaðilar væru í óða önn að skapa hefðir og festa í sessi reglur um samskipti sín í milli, jafnt skrifaðar sem óskrifaðar, reglur sem skipta miklu fyrir markaðinn til frambúðar. "Á þessu skeiði ráða samskipti stjórnvalda og fyrirtækja afar miklu um það hversu farsællega tekst til. Okkur er mikil þörf á öflugu Fjármálaeftirliti sem ræður vel við sífellt stærra og alþjóðlegra verkefni. Ég hika ekki við að halda því fram að það þurfi að stórefla Fjármálaeftirlitið," sagði Bjarni.

Verkefnin framundan eru að sögn Bjarna m.a. að innleiðing á alþjóðlegum reglugerðum auk þess sem umsvif alþjóðlegra fyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi eigi eftir að margfaldast. "Fjármálaeftirlitið þarf einfaldlega að eiga möguleika á að fylgja þessari þróun eftir og hafa glöggt yfirlit um hana til þess að geta gegnt sínu hlutverki og átt samstarf við fjármálaeftirlit í öðrum löndum á jafnréttisgrundvelli," sagði Bjarni einnig.

Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur undir þessi sjónarmið Bjarna og segir þau eðlileg í fjármálakerfi sem er í jafn hraðri þróun og það íslenska. Hann segir viðskiptaráðuneytið margsinnis hafa gert tillögur um það að auka umfang Fjármálaeftirlitsins og fagnar því að markaðsaðilar skuli vera sama sinnis. "Við munum halda áfram að vinna að þessu enda er það nauðsynlegt þegar fjármálamarkaðurinn er að mótast og í svo örum vexti," segir Jón og bætir því við að málið sé á dagskrá í kosningabaráttunni. Hann segir að til þess að efla megi FME þurfi að auka samstarf við erlenda aðila og bæta við mannafla þess og aðstöðu.

Í hnotskurn
» Fjármálamarkaðurinn vex og þróast ört og því þarf að mæta að mati Bjarna Ármannssonar.
» Viðskiptaráðuneytið hefur oft gert tillögur um eflingu FME.
» Bæta þarf við mannafla FME sem og aðstöðu þess.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK