Novator selur bréf í grísku fjarskiptafélagi

Viðskiptavefur Forbes segir að Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8% hlut sinn í gríska fjarskiptafélaginu Forthnet. Hefur blaðið eftir heimildum tengdum Forthnnet, að ástæðan sé sú að Novator sé að draga sig út úr fjarskiptarekstri í austurhluta Evrópu.

Novator keypti fyrst bréf í Forthnet í september 2005 og síðan hefur verðmæti gríska félagsins nærri fjórfaldast. Novator átti um tíma nærri 40% hlut í félaginu en í janúar seldi félagið 19% hlut.

Novator setti nýlega 65% hlut sinn í búlgarska símafélaginu BTC í sölumeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK