Björgólfur Thor Björgólfsson er í 23. sæti á nýjum lista Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlandseyja en Björgólfur Thor var í 32. sæti á síðasta ári. Blaðið metur eignir Björgólfs Thors á 2,04 milljarða punda, jafnvirði 263 milljarða króna og hafa eignirnar aukist um hálfan milljarða punda frá því í fyrra.
Þá eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir 53. sæti og eru eignir þeirra samtals metnar á 1200 milljónir punda. Á síðasta ári voru þeir í 103. sæti og voru eignir þeirra þá metnar á 598 milljónir króna.
Indverski stálkóngurinn Lakshmi Mittal en áfram ríkasti maðurinn á Bretlandseyjum að mati Sunday Times. Eignir Mittals jukust um 29% milli ára og eru nú metnar á 19,25 milljarða punda, jafnvirði 2480 milljarða íslenskra króna.
Rússinn Roman Abramovítsj, eigandi knattspyrnuliðsins Chelsea, er í öðru sæti en eignir hans eru metnar á 10,8 milljarða punda. Í þriðja sæti er hertoginn af Westminster, sem talinn er eiga 7 milljarða punda.
Alls eru 68 milljarðamæringar í pundum talið, sem eru fæddir á Bretlandseyjum eða búa þar og hefur þeim fjölgað um 14 frá síðasta ári. Alls eiga þúsund ríkustu einstaklingarnir 360 milljarða punda og hafa eignir þeirra aukist um 20% milli ára.