Orðrómur hefur verið um að tilkynnt verði á hluthafafundi Glitnis í dag að Bjarni Ármannsson láti af starfi forstjóra bankans. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og Útvarpsins í hádeginu en hafði ekki fengist staðfest. Samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, tekur Lárus Welding, útibústjóri Landsbankans í London, við starfinu.