Stefna Glitnis óbreytt þrátt fyrir eigenda- og forstjóraskipti

Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri.
Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri. mbl.is/ÞÖK

Nýir stjórnendur Glitnis, þeir Lárus Welding, forstjóri og Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður, lögðu áherslu á það á fundi með blaðamönnum nú síðdegis, að stefna bankans verði óbreytt þrátt fyrir mannaskiptin og miklar breytingar, sem nýlega urðu á eignarhaldi

Fram kom að bankinn mun áfram leggja áherslu á starfsemi á Norðurlöndum og í Bretlandi. Lárus sagði, að ekki stæði til að breyta starfseminni yfir í fyrirtækjabanka heldur verður stefnan óbreytt og byggt á þeim grunni, sem lagður hefur verið.

Bjarni Ármannsson, sem lét af starfi forstjóra í dag að eigin ósk, mun vinna með Lárusi á næstunni við að kynna fyrirtækið, m.a. til að mat erlendra matsaðila verði ekki skert. Sagði Bjarni, að dagurinn í dag hefði verið sérstakur en Glitnir hafi síðustu 10 árin haft gífurlega mikið vægi í lífi hans og hans fjölskyldu. Sagðist Bjarni líta til baka til þessara ára með gleði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK