Stefna Glitnis óbreytt þrátt fyrir eigenda- og forstjóraskipti

Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri.
Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Lárus Welding, nýr forstjóri. mbl.is/ÞÖK

Nýir stjórn­end­ur Glitn­is, þeir Lár­us Weld­ing, for­stjóri og Þor­steinn M. Jóns­son, stjórn­ar­formaður, lögðu áherslu á það á fundi með blaðamönn­um nú síðdeg­is, að stefna bank­ans verði óbreytt þrátt fyr­ir manna­skipt­in og mikl­ar breyt­ing­ar, sem ný­lega urðu á eign­ar­haldi

Fram kom að bank­inn mun áfram leggja áherslu á starf­semi á Norður­lönd­um og í Bretlandi. Lár­us sagði, að ekki stæði til að breyta starf­sem­inni yfir í fyr­ir­tækja­banka held­ur verður stefn­an óbreytt og byggt á þeim grunni, sem lagður hef­ur verið.

Bjarni Ármanns­son, sem lét af starfi for­stjóra í dag að eig­in ósk, mun vinna með Lár­usi á næst­unni við að kynna fyr­ir­tækið, m.a. til að mat er­lendra matsaðila verði ekki skert. Sagði Bjarni, að dag­ur­inn í dag hefði verið sér­stak­ur en Glitn­ir hafi síðustu 10 árin haft gíf­ur­lega mikið vægi í lífi hans og hans fjöl­skyldu. Sagðist Bjarni líta til baka til þess­ara ára með gleði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK