Glitnir kaupir bréf af Bjarna á yfirverði

Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.
Bjarni Ármannsson og Lárus Welding.

Glitnir banki keypti á mánudag tæplega 235 milljónir hluta í bankanum af tveimur einkahlutafélögum Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans. Samkvæmt tilkynningu til kauphallar var gengi bréfanna í viðskiptunum 29 krónur og hljóðuðu viðskiptin því upp á rúma 6,8 milljarða króna. Lokagengi bréfa bankans í OMX kauphöllinni á mánudag var 26,60 og er mismunurinn um 560 milljónir króna.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi, að samkvæmt starfslokasamningi við Bjarna fái hann greidd laun í ár og haldi einnig öllum hlunnindum og árangurstengdum greiðslum eða bónus. Bjarni fær auk þess viðbótargreiðslur sem falla til á þessu ári og næsta en á móti kemur að hann hefur ákveðnum skyldum að gegna við bankann út uppsagnarfrestinn. Þá er honum óheimilt að ráða sig í vinnu annað næsta hálfa árið og takmörk sett hvert hann getur ráðið sig í lengri tíma vegna trúnaðarskyldu við bankann.

Sjónvarpið sagði að í samningum væri einnig ákvæði um að bankinn kaupi hlutabréf Bjarni í Glitni á nokkuð hærra verði en gengið á bréfum í Glitni er núna. Sé starfslokasamningurinn í heild metinn á allt að 800 miljónir króna eftir því hvernig söluverð hlutabréfa sé reiknað.

Á mánudag var jafnframt gerður kaupréttarsamningur við Lárus Welding, nýjan forstjóra Glitnis. Samkvæmt samningnum fær Lárus kauprétt á 150 milljónum hluta í bankanum á genginu 26,60. Kaupréttarsamningurinn er til fimm ára og ávinnast 20% hans á hverju ári á því tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK