Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið

Baugsmálið hefur haft neikvæð áhrif á ímynd íslensks viðskiptalífs, og þá einkum út á við, að mati Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Í könnun sem kynnt var í dag kemur fram, að íslenskir áhrifavaldar treysta stjórnvöldum betur en viðskiptalífinu.

Halla kvaðst ekki telja að Baugsmálið eitt og sér hefði haft áhrif á viðhorf þátttakenda í könnuninni til íslensks viðskiptalífs. Sagði hún líklegra að viðskiptalífið hefði ekki enn fengið nægan tíma til að ávinna sér traust, en vöxtur viðskiptalífsins á Íslandi hefði verið gífurlegur á mjög skömmum tíma.

Aftur á móti hafi hér lengi verið sama ríkisstjórn við völd, og hafi því fengið góðan tíma til að ávinna sér traust og tiltrú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka