Tóbaksrisi tilkynnir um methagnað á fyrsta ársfjórðungi

Fyrirtækið segir að sala á Kent sígarettum hafi aukist um 10% og þá aðallega í Japan, Rússlandi, Rúmeníu, Úkraínu, Chile, Sviss og að auki hafi skapast nýir markaðir fyrir Kent í Aserbatsjan og í Kasakstan.

Sala á Dunhill sígarettum jókst um 9% og er mesta salan á þeirri tegund í Suður-Kóeru, Malasíu, Suður-Afríku, Rússlandi og í Sádí-Arabíu. Sala á Lucky Strike minnkaði hinsvegar um 1%.

Fréttastofan AP hefur eftir fjármálasérfræðingum að arðurinn, sem jókst um sex prósent, hefði getað verið mun hærri ef gengi Bandaríkjadollarans hefði verið stöðugra en tveir fimmtu af hagnaði fyrirtækisins kemur frá Bandaríkjunum. Og þrátt fyrir methagnað á fyrsta ársfjórðungi féllu heildartekjur BAT um 3,6%.

Hluturinn í British American Tobacco hækkaði um 1,7% við tíðindin og er nú metin á 1597 pens í Kauphöllinni í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK