Góður hagnaður hjá Vinnslustöðinni

Hagnaður af rekstri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum nam 765 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi en á sama tímabili á síðasta ári var 213 milljóna króna tap á rekstri félagsins.

Heildartekjur félagsins voru 1750 milljónir króna en 1769 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu stóðu nánast í stað en tekjur útgerðar jukust. Rekstrargjöld lækkuðu um 200 milljónir króna eða úr 1.359 milljónum króna í fyrra í 1.159 milljónir króna nú.

Félagið segir, að horfur í rekstri Vinnslustöðvarinnar séu nokkuð góðar. Afurðaverð í erlendum myntum sé tiltölulega hátt, þrátt fyrir að verð ýmissa afurða sé byrjað að lækka. Styrking krónunnar, það sem af er árinu, muni einnig hafa veruleg áhrif á afkomu ársins. Þá segir félagið að horfur séu á að aflamark í þorski verði minnkað fyrir næsta fiskveiðiár. Það muni hafa talsverð áhrif á afkomu félagsins.

Tilkynning Vinnslustöðvarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK