Flugfélag SAF pantar 4 A380 risaþotur

A380 þota flýgur yfir Vesturbænum í Reykjavík en slíkar vélar …
A380 þota flýgur yfir Vesturbænum í Reykjavík en slíkar vélar hafa verið prófaðar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/KGA

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynnti í dag, að flugfélagið United Arab Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi pantað 4 flugvélar til viðbótar af gerðinni A380 og að auki hafi verið staðfest pöntun á 43 vélum öðrum. A380 er stærsta farþegaflugvél heims.

Nýja pöntunin hljóðar upp á 1,22 milljarða dala. Talið er að flugfélagið fái fyrstu flugvélina í upphafi næsta árs.

Til stóð að hefja afhendingu á A380 flugvélum á síðasta ári en vegna tafa við framleiðsluna hefur afhendingartíminn lengst. Það hefur valdið Airbus miklum erfiðleikum vegna aukins kostnaðar og einnig hafa flugfélög afturkallað pantanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK