Stjórnarnefnd seðlabanka Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sínum í dag og eru vextirnir því áfram 5,25%. Almennt var búist við þessari niðurstöðu en vextir voru síðast hækkaðir í Bandaríkjunum í júní á síðasta ári.
Ummæli stjórnenda bankans að undanförnu þykja hafa bent til þess, að hún muni íhuga vaxtalækkun þegar líða fer á árið. Heldur hefur dregið úr verðbólguþrýstingi og hagvexti.
Englandsbanki og Seðlabanki Evrópu munu birta vaxtaákvarðanir á morgun. Almennt er búist við því að vextir hækki á Bretlandseyjum um 0,25 prósentur í 5,5% vegna þess að þar hefur verðbólga látið á sér kræla.