Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti kaupsýslumaðurinn í verslun í Bretlandi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er þriðji áhrifamesti kaupsýslumaðurinn í verslun í Bretlandi að mati tímaritsins Retail Week. Á síðasta ári var Jón Ásgeir í 21. sæti í samskonar úttekt tímaritsins og hefur því hækkað um 18. sæti milli ára.

Sá áhrifamesti, eins og á síðasta ári, er Terry Leahy, forstjóri verslunarkeðjunnar Tesco, og í öðru sæti er áfram Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer.

Blaðið segir, að á síðasta ári hafi Jón Ásgeir bætt verslunarkeðjunni House of Fraser og tískukeðjunni All Saints í eignamöppu Baugs í Bretlandi. Þessar fjárfestingar hafi gert fjárfestingastefnu Baugs skýrari. Þótt fjárfestingar Baugs hafi ekki allar heppnast eins vel gæti það vel skapað ný tækifæri fyrir Jón Ásgeir, sem t.d. hafi ekki viljað útiloka tilboð í Debenhams.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK