Krónan veiktist síðasta dag fyrir kosningar

Krónan veiktist um 0,5% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka. Í upphafi viðskipta var gengisvísitalan 116,45 stig, en við lokun var hún 117,00 stig. Velta á millibankamarkaði nam tæpum 18 milljörðum króna. Gengi dollarans er 64,00 krónur, pundsins 126,80 og evrunnar 86,50. Taldi viðmælandi Fréttavefjar Morgunblaðsins á millibankaborði á verðbréfasviði Landsbankans að þetta væri eðlileg sveifla og að þetta væri túlkun markaðarins á væntanlegum kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK