Lokun verksmiðju Icelandic USA í Maryland flýtt

Ákveðið hefur verið að flýta lokun verksmiðju Icelandic USA, dótturfélags Icelandic Group, í Cambridge, Maryland en Icelandic er að flytja starfsemi sína til Newport News í Virginíu. Áður var gert ráð fyrir að verksmiðjunni í Maryland yrði lokað undir lok ársins en nú hefur verið ákveðið að það gerist í júnílok.

Á fréttavefnum wmdt.com kemur fram að nærri 300 starfsmönnum í Maryland hafi verið sagt upp í marslok. Haft er eftir talsmanni fyrirtækisins, að unnið hafi verið með stjórnvöldum á staðnum við að reyna að finna ný störf fyrir þá sem missa vinnuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK