Afskráning Actavis gæti haft áhrif á gengi krónunnar

Greiningardeild Kaupþings segir, að afskráning Actavis af hlutabréfamarkaði hér á landi gæti haft jákvæð áhrif á gengi krónunnar og hlutabréfa. Novator, sem lagt hafi fram yfirtökutilboð í Actavis, sé alþjóðlegt fyrirtæki og því sé líklegt að greiðslur til íslenskra hluthafa Actavis verði í erlendri mynt.

Novator er í eigu Björgólfs Thors Björgúlfssonar sem á fyrir um 40% af hlutafé í Actavis. Greiningardeild Kaupþings metur það svo, að um 25% í viðbót séu annað hvort í eigu tengdra aðila, Actavis sjálfs eða erlendra fjárfesta og færsla á þeim hlutum muni því ekki snerta íslenska markaðinn. Þannig muni afskráning Actavis líklega fela í sér um 100 milljarða viðskipti þar sem bréf séu keypt af íslenskum hluthöfum með erlendri mynt.

Að mati Greiningardeildar Kaupþings má gera að því skóna að um 65-70% af þessum fjármunum verði endurfjárfest hérlendis og þá einkum á hlutabréfamarkaðinum. Þannig virðist einsýnt að afskráning Actavis muni hafa töluverð jákvæð flæðisáhrif fyrir bæði krónu og hlutabréf á næstu 2-3 mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK