Glitnir banki hefur boðað til hádegisverðarfundar í New York á morgun, þriðjudag, þar sem afkoma fyrstu þriggja mánaða þessa árs verður kynnt fyrir bandarískum greiningaraðilum og fjárfestum. Þar verður jafnframt greint frá opnun útibús Glitnis í New York næsta haust.
Á fundinum, sem fram fer í Scandinavian House, verða þeir í forsvari Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og arftaki hans, Lárus Welding. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær Bjarni muni formlega ljúka störfum hjá bankanum.