Krónan styrktist um 0,6% í dag samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi. Gengisvísitalan stóð í 116,35 stigum við lok viðskipta í dag en var 117 stig þegar þau hófust í dag. Velta á millibankamarkaði nam 9,5 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 63,53 kr., evran er 86,04 kr. og pundið er 125,79 kr.