Flugmenn Sterling hóta verkfalli

Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Sterling á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Júlíus

Það gæti ráðist síðar í dag hvort flugmenn hjá danska lággjaldaflugfélaginu Sterling fara í verkfall frá og með fimmtudegi. Forsvarsmenn Sterling segja, að verkfall geti riðið fyrirtækinu að fullu þar sem það ráði ekki yfir digrum sjóðum og sé fyrst nú að sjá batnandi afkomu eftir margra ára taprekstur. Íslenskir fjárfestar eiga Sterling.

Berlingske Tidende segir að flugmennirnir ákveði væntanlega í kvöld hvort þeir hefji allt að verkfall á fimmtudag. Hugsanlegt er þó að verkfallinu verði frestað um hálfan mánuð.

Stefan Vilner, markaðsstjóri Sterling, sagði í viðtali við blaðið um helgina, að flugfélagið kunni að þoka verkfall í 1-2 daga en ekki mikið lengur. Verkfall myndi kosta félagið 15-20 milljónir danskra króna á dag auk þess sem ímynd þess biði hnekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK