Davíð: Verðbólga hefur hjaðnað en hægar en spár gerðu ráð fyrir

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans.
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. mbl.is/Eggert

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að verðbólga hafi hjaðnað á árinu en hægar en gert var ráð fyrir í spám bankans. Þá sé undirliggjandi verðbólga enn langt yfir markmiðum bankans. Davíð gerði í dag grein fyrir ástæðum þess, að bankastjórnin ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum, 14,25%.

Davíð sagði aðspurður á blaðamannafundi, að Seðlabankinn héldi sínu striki, óháð því hvaða stjórn væri í landinu, en vonaðist til þess að ákvarðanir stjórnvalda væru í samræmi við markmið Seðlabankans, að tryggja að stöðugleika í efnahagslífi væri ekki ógnað.

Þegar Davíð var spurður hvenær búast mætti við því að vextir færu að lækka að nýju vísaði hann til yfirlýsingar bankastjórnarinnar frá í mars þar sem sagði að skilyrði kynnu að hafa skapast til þess undir lok ársins. Sagði hann að sú yfirlýsing gæti þó gengið í báðar áttir og bankinn muni bregðast við því ef skilyrði breyttust.

Í yfirlýsingu bankastjórnarinnar segir, að verðbólguhorfur til næstu ára séu taldar áþekkar og í mars. Raunstýrivextir séu háir og þess sjái stað í ávöxtun bæði óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa. Áhrif hærri ávöxtunarkröfu skuldabréfa gætu enn átt eftir að koma fram að fullu í útlánsvöxtum lánastofnana.

Þá kemur fram, að framvinda efnahagsvísbendinga það sem af er ári virðist í aðalatriðum í samræmi við þjóðhagsspá Seðlabankans, sem gefin var út í marslok. Vöruútflutningur hafi þó sennilega verið meiri en spáð var. Hraður atvinnuvöxtur bendi til þess að umsvif í efnahagslífinu verði a.m.k. ekki minni næstu mánuði en fólst í spánni.

Bankinn segir, að hagstæð skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, háir innlendir vextir og bjartsýni í efnahagslífinu hafi stuðlað að háu gengi krónunnar. Mikill viðskiptahalli og tiltölulega hátt raungengi feli sem fyrr í sér verulega hættu á lækkun gengisins, t.d. ef alþjóðleg fjármálaskilyrði verða óhagstæðari. Verðbólguhorfur gætu þá versnað, einkum ef gengið lækkar áður en dregur úr spennu á vinnumarkaði sem engin teikn eru um enn. Þá gætu verðlagsáhrif launahækkana undanfarið ár langt umfram framleiðnivöxt enn átt eftir að koma fram að fullu.

Heimasíða Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka