Svo virðist sem dagar kýpverska pundsins og maltversku lírunnar séu að líða undir lok því nú hefur Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýst yfir stuðningi við að löndin tvö taki upp evruna. Endanleg ákvörðun verður tekin á fundi fjármálaráðherra Evrópu 9-10 júlí næstkomandi.
Stjórnvöld á Kýpur og Möltu líta vonaraugum til þess að verða næstu lönd til að taka upp evruna eftir að hafa komist yfir fyrstu hindrunina í því ferli. Fyrsti tálminn á evruför þeirra var Seðlabanki Evrópu og framkvæmdarstjórn Evrópubandalagsins, sem hafa nú lýst yfir stuðningi við óskir landanna. Þá er eftir að sjá hvort leiðtogar Evrópulanda og fjármálaráðherrar þeirra samþykkja að Kýpur og Malta verði hluti af myntsvæði Evrópu. Ef það gengur það verður evran tekin upp á Möltu og Kýpur þann 1.janúar 2008 en það verður endanlega ákveðið á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins 9-10. júlí næstkomandi.
Löndin gengu bæði í Evrópubandalagið í maí 2004 en evran er nú gjaldmiðill í 13 löndum og síðasta landið sem tók upp evruna var Slóvenía sem gekk í Evrópusambandið sama ár og Kýpur og Malta.