Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa

Sjólaskip hf. og Samherji hf. hafa gert samkomulag um að Samherji kaupi erlenda starfsemi Sjólaskipa og tengdra félaga. Þessi félög hafa gert út 6 verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip eru með höfuðstöðvar á Íslandi en með bækistöðvar á Kanaríeyjum.

Sjólaskip hafa gert út fiskiskip við Máritaníu og Marokkó síðastliðin 10 ár. Við reksturinn starfa ríflega eitt þúsund starfsmenn af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. um 80 Íslendingar. Fiskiskipin eru áþekk að stærð og búnaði og Engey RE sem Samherji hf. keypti nýlega.

Skipin veiða einkum makríl, hestamakríl og sardínellu. Aflinn er unninn um borð en skipin eru búin öflugum vinnslubúnaði og fiskimjölsverksmiðjum. Á hverju skipi eru um eitthundrað sjómenn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að starfsemi fyrirtækisins erlendis verði nú um 70% af heildarveltunni. Þessi kaup séu stærsta fjárfestingarverkefni sem Samherji hafi tekist á hendur.

Eftir þessi viðskipti eiga Sjólaskip hf. eitt skip, Delta, sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó og landar ferskum fiski til vinnslu þar í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK