Sól kaupir Emmessís

Undirritað hefur verið samkomulag milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar, og Sólar ehf., sem aðallega framleiðir ferska ávaxtasafa, um kaup Sólar á Emmessís hf. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Mjólkursamsalan hóf framleiðslu á ísblöndu fyrir ísvélar árið 1954 og sex árum síðar var stofnað sérstakt fyrirtæki um ísframleiðsluna. Framleiðsluvörur Emmessís eru nú nálægt 120 talsins.

Fyrirtækjaráðgjöf SPRON sá um sölu félagsins og Arev aðstoðaði kaupanda. Kaupverðið er trúnaðarmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK