Eimskip í Noregi tekur við nýju frystiskipi

Nýtt frystiskip Eimskips.
Nýtt frystiskip Eimskips.

Eimskip-CTG í Noregi tók í dag við nýju frystiskipi, sem er þriðja nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu og hálfu ári. Alls verður fjárfest í sex nýjum skipum fyrir Eimskip-CTG og nemur sú fjárfesting um 8 milljörðum króna en samið var um smíði þessara skipa á árunum 2004 til 2006.

Nýja frystiskipið er blanda af frysti- og gámaskipi og er 82 metra langt og 16 metra breitt og er það sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Hámarksganghraði þess er 16 sjómílur á klukkustund og burðargeta þess er 2.500 tonn. Skipið getur borið 2000 bretti og 28 gámaeiningar á þilfari. Á skipunum er síðuport af fullkomnustu gerð sem styttir löndunar- og lestunartíma um allt að helming.

Eimskip-CTG sérhæfir sig í flutningum og geymslu á frosnum og kældum sjávarafurðum á Norður Atlantshafi. Flutningsnet félagsins samanstendur nú af 15 frystiskipum og fimm frystigeymslum í Norður- og Vestur–Noregi. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á lykilstöðum í Noregi og Murmansk.

Frystiskipið var byggt af Myklebust Verft AS í Noregi. Skipið á eftir að fá nafn en það verður nefnt eftir fossi í samræmi við hefð Eimskips að nefna öll skip sín eftir fossum. Ráðgert er að skipið fá nafn í Reykjavík í byrjun júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK