Greiningardeild Kaupþings spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í júní. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 4,1% samanborið við 4,7% í maí.
Að mati Kaupþings er enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu Hærra eldsneytisverð og áframhaldandi hækkun fasteignaverðs leiða hækkunina í mánuðinum.
Þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar á síðustu mánuðum hefur sú styrking ekki skilað sér út í verðlag. Að mati Kaupþings munu áhrif sterkrar krónu koma fram á næstu mánuðum.
Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitalan neysluverðs hækki um 3,7% á næstu tólf mánuðum. Allt útlit sé fyrir að Seðlabankinn nái ekki verðbólgumarkmiði fyrr en í fyrsta lagi á 3. ársfjórðungi 2008.