Eimskipafélagið vill selja flugreksturinn

Hf. Eimskipafélag Íslands vill selja flugreksturinn, þar á meðal Air …
Hf. Eimskipafélag Íslands vill selja flugreksturinn, þar á meðal Air Atlanta.

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands hefur ákveðið að fela ABN Amro Bank og Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta hf., að sjá um sölu á flugrekstrartengdum eignum félagsins sem meðal annars felur í sér að finna kaupendur að 100% hlut félagsins í Air Atlanta hf. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að um 20% af veltu Hf. Eimskipafélags Íslands komi frá Air Atlanta hf. Stefnt er að því að ljúka sölu á Air Atlanta á næstu mánuðum.

Að auki hyggst Hf. Eimskipafélag Íslands selja 49% hlut sinn í Avion Aircraft Trading (AAT). Unnið er að því í samráði við eigendur 51% hlutar í AAT sem er í eigu Artic Partners. Artic Parners er í eigu Hafþórs Hafsteinssonar, stjórnarformanns AAT, Arngríms Jóhannssonar, stjórnarmanns í AAT og annarra stjórnenda AAT. Gert er ráð fyrir því að söluferlið klárist á næstu vikum.

Í tilkynningu segir, að Hf. Eimskipafélag Íslands hafi stefnt að frekari uppbyggingu á sviði flutningastarfsemi, í skiparekstri og kæli- og frystigeymslulausna á alþjóðavísu undanfarin ár og vilji einbeita sér enn frekar að þeim möguleikum sem þar felast.

Söluandvirði flugrekstrartengdra eigna sem Eimskip hyggst selja verður notað til frekari vaxtar og til að greiða niður skuldir félagsins. Áhrif sölunnar, fyrir utan söluhagnað, á fjárhagslega afkomu félagins er óveruleg. Áætluð heildaráhrif á efnahag félagsins nemur í kringum 300 milljónum evra eða um 25 milljörðum króna.

Air Atlanta Icelandic leigir bæði frakt- og farþegaflugvélar og stæsta flugfélag sinnar tegundar í heimi. Samtals eru 25 flugvélar í flota félagsins sem leigðar eru til lengri og skemmri tíma til annarra flugfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK