Nasdaq yfirtekur OMX

Bandaríski Nasdaq verðbréfamarkaðurinn er að yfirtaka OMX, sem m.a. á …
Bandaríski Nasdaq verðbréfamarkaðurinn er að yfirtaka OMX, sem m.a. á og rekur íslensku kauphöllina. mbl.is/Kristinn

Staðfest hef­ur verið, að banda­ríski verðbréfa­markaður­inn Nas­daq hef­ur lagt fram yf­ir­töku­til­boð í sænska fyr­ir­tæki OMX AB, sem rek­ur kaup­hall­ir í sjö lönd­um, þar á meðal á Íslandi. Hafa stjórn­ir beggja fyr­ir­tækj­anna samþykkt til­boðið fyr­ir sitt leyti að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu, sem birt­ist á vef OMX nú í morg­un. Til­boðið hljóðar upp á 3,7 millj­arða dala, jafn­v­irði rúm­lega 230 millj­arða króna. Gengi bréfa OMX hef­ur hækkað um­tals­vert í nor­ræn­um kaup­höll­um í morg­un eða um 13%.

Nas­daq mun kaupa öll úti­stand­andi hluta­bréf í OMX og greiða fyr­ir bæði með reiðufé og hluta­bréf­um. Miðað við loka­gengi bréfa Nas­daq 23. maí feli til­boðið í sér að greidd­ar séu 208,1 sænsk króna fyr­ir hvern hlut í OMX eða 19% yfir loka­gengi bréfa OMX sama dag, sem var 174,5 sænsk­ar krón­ur og 25% yfir meðal­gengi bréf­anna und­an­farna 20 viðskipta­daga.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram, að sam­legðaráhrif verði mik­il af sam­ein­ingu fyr­ir­tækj­anna og eru þau met­in á 150 millj­ón­ir dala. sam­einað fé­lag er með rekst­ur í 22 lönd­um og starfs­menn eru 2349 tals­ins. Sam­an­lagðar tekj­ur á síðasta ári námu 1,2 millj­örðum dala.

Bob Grei­feld, for­stjóri Nas­daq, verður aðal­for­stjóri sam­einaðs fé­lags en Magn­us Böcker, for­stjóri OMX, verður stjórn­ar­formaður.

Hluta­bréf deCODE, móður­fé­lags Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, eru skráð á Nas­daq­markaðinn.

Til­kynn­ing OMX og Nas­daq

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK