Nasdaq yfirtekur OMX

Bandaríski Nasdaq verðbréfamarkaðurinn er að yfirtaka OMX, sem m.a. á …
Bandaríski Nasdaq verðbréfamarkaðurinn er að yfirtaka OMX, sem m.a. á og rekur íslensku kauphöllina. mbl.is/Kristinn

Staðfest hefur verið, að bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hefur lagt fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtæki OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum, þar á meðal á Íslandi. Hafa stjórnir beggja fyrirtækjanna samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti að því er kemur fram í tilkynningu, sem birtist á vef OMX nú í morgun. Tilboðið hljóðar upp á 3,7 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 230 milljarða króna. Gengi bréfa OMX hefur hækkað umtalsvert í norrænum kauphöllum í morgun eða um 13%.

Nasdaq mun kaupa öll útistandandi hlutabréf í OMX og greiða fyrir bæði með reiðufé og hlutabréfum. Miðað við lokagengi bréfa Nasdaq 23. maí feli tilboðið í sér að greiddar séu 208,1 sænsk króna fyrir hvern hlut í OMX eða 19% yfir lokagengi bréfa OMX sama dag, sem var 174,5 sænskar krónur og 25% yfir meðalgengi bréfanna undanfarna 20 viðskiptadaga.

Í tilkynningunni kemur fram, að samlegðaráhrif verði mikil af sameiningu fyrirtækjanna og eru þau metin á 150 milljónir dala. sameinað félag er með rekstur í 22 löndum og starfsmenn eru 2349 talsins. Samanlagðar tekjur á síðasta ári námu 1,2 milljörðum dala.

Bob Greifeld, forstjóri Nasdaq, verður aðalforstjóri sameinaðs félags en Magnus Böcker, forstjóri OMX, verður stjórnarformaður.

Hlutabréf deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, eru skráð á Nasdaqmarkaðinn.

Tilkynning OMX og Nasdaq

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK