Rio Tinto sagt íhuga yfirtökutilboð í Alcan

Höfuðstöðvar Alcan í Montreal.
Höfuðstöðvar Alcan í Montreal. Reuters

Ensk-ástralska námufélagið Rio Tinto PLC kann að vera að íhuga að leggja fram að minnsta kosti 27 milljarða dala yfirtökutilboð í kanadíska álfélagið Alcan, að sögn ástralskra dagblaða í dag. Hefur Rio Tinto ráðið Deutsche Bank sem ráðgjafa í tengslum við hugsanlegt tilboð.

Stjórn Alcan hvatti hluthafa félagsins í síðustu viku til að hafna 27 milljarða dala fjandsamlegu yfirtökutilboði bandaríska álfélagsins Alcoa á þeim forsendum, að það væri of lágt og óvíst væri hvort samruni félaganna gæti gengið eftir vegna samkeppnisreglna og annarra hindrana.

Þá hefur Alcan ekki útilokað að það leggi fram yfirtökutilboð í Alcan og segir að viðræður hafi farið fram við þriðja aðila um hugsanlega möguleika.

Að sögn blaðsins Sydney Herald eru nokkur alþjóðleg fyrirtæki sögð hafa áhuga á Alcan, þar á meðal BHP Billiton Ltd., Companhia Vale do Rio Doce, Anglo American Plc, Xstrata PLC, UC Rusal, kínversk félög og ýmis fasteignafélög.

Sérfræðingar segjast telja ólíklegt að Rio Tinto kaupi Alcan þar sem samlegðaráhrif séu ekki nægilega mikil. Eðlilegasta niðurstaðan og sú líklegasta, sé að Alcan og Alcoa sameinist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK