FL Group selur hlutabréf í Bang & Olufsen

FL Group tilkynnti í morgun, að félagið hefði selt hlutabréf sín í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen. FL Group keypti samtals 10,76% hlut í danska félaginu í febrúar og mars árið 2006. Kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Söluandvirðið nemur um 10,2 milljörðum króna.

Danska viðskiptablaðið Børsen segir að þegar FL Group keypti hlutabréfin hafi gengi þeirra verið um 7% hærra en nú. Miðað við upplýsingarnar frá FL Group hafi félagið tapað um 60 milljónum danskra króna á þessum viðskiptum.

Blaðið segir, að FL Group hafi alltaf litið á hlutabréfin í B&O sem fjárfestingu og ekki reynt að hafa afskipti af rekstrinum eins og Íslendingarnir hafi gert í Royal Unibrew þar sem FL Group á stóran hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK