Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Skipafelagið Føroyar, sem Eimskipafélagið keypti árið 2004. Færeyski viðskiptavefurinn business-line.fo segir, að íslenska sparnaðarhnífnum hafi verið beitt óspart með þeim árangri, að 27,5 milljóna danskra króna hagnaður varð á síðasta reikningsári samanborið við 16 milljóna halla árið áður.
Vefurinn segir, að tekjur hafi verið álíka og árið áður en rekstarkostnaður dróst saman. Alls starfa 284 hjá Skipafelagið Føroyar.