Baugur þriðja stærst í smásölu

Baugur Group er þriðja stærsta smásölufyrirtækið á Norðurlöndum. Í fyrsta sæti er IKEA og þar á eftir kemur fyrirtækið ICA, sem er með um 2.300 smásöluverslanir í Svíþjóð, Noregi og Eystrasaltslöndunum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð, Handelns Utredningsinstitut, á umsvifum smásöluverslunar á Norðurlöndum.

Auk Baugs kemst eitt íslenskt félag á lista yfir 100 stærstu smásölufyrirtækin á Norðurlöndum, en það er Norvik, félag Jóns Helga Guðmundssonar í Byko. Norvik er í 74. sæti á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin.

Svo skemmtilega vill til að íslensku fyrirtækin tvö á listanum yfir 100 stærstu smásölufyrirtækin á Norðurlöndunum, þ.e. Baugur og Norvik, eru þau fyrirtæki sem uxu mest á síðastliðnum 5 árum, samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð.

Samanlögð árleg velta 100 stærstu fyrirtækjanna í smásölu á Norðurlöndunum er um 163 milljarðar dollara. Það svarar til liðlega 10 þúsund milljarða íslenskra króna.

Samtals eru 36 sænsk fyrirtæki á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin í smásölu á Norðurlöndunum, 31 eru frá Noregi, 16 fyrirtæki eru dönsk, 15 finnsk og tvö íslensk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK