Finnur Ingólfsson kaupir Frumherja

Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækjunum Frumherja hf. og Frumorku ehf. en seljandi er Óskar Eyjólfsson. Ný stjórn fyrirtækjanna hefur verið skipuð og er Jafet S. Ólafsson, stjórnarformaður.

Fram kemur í tilkynningu frá Glitni, að fyrirtækjaráðgjöf bankans hafi verið ráðgjafi seljanda en Óskar Eyjólfsson hefur átt Frumherja frá árinu 2003. Fram að því að félagið skráð í Kauphöll Íslands.

Eftir áreiðanleikakönnun kynnti Glitnir Frumherja og Frumorku fyrir fjórum áhugasömum kaupendum. Þrjú tilboð bárust og voru tveir aðilar valdir til að halda áfram.

Frumherji rekur m.a. bifreiðaskoðun og skoðun skipa og rafmagns. Þá sér fyrirtækið um öll ökupróf á landinu og sinnir notkunarmælingum á raforku, heitu vatni og köldu vatni fyrir orkuveitur. Alls starfa um 100 manns hjá félaginu.

Finnur Ingólfsson hefur verið formaður stjórnar Icelandair Group undanfarið ár. Hann var áður forstjóri VÍS, bankastjóri Seðlabankans og iðnðar- og viðskiptaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK