Eyjamenn ehf. munu halda sínum hlut

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að þeir sem standi að baki Eyjamönnum ehf. séu búnir að gera upp hug sinn hvað yfirtökutilboð Stillu ehf. varðar og muni halda sínum hlut. Hann segir að Eyjamenn ehf. eigi 50% í Vinnslustöðinni, en í raun búi að baki 52% atkvæðavægi, þar sem Vinnslustöðin sjálf eigi tæp 4% í fyrirtækinu sem ekki telji með þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Hann kveður að samtals eigi heimamenn um 67-68% í fyrirtækinu, en afganginn eigi þeir bræður og feðgar sem gjarnan séu kenndir við Brim.

Sigurgeir segir það Eyjamanna sjálfra að ákveða hvort fyrirtækið verði áfram í höndum þeirra. "Ég held að heimamenn hafi séð það að Vinnslustöðin er þeim mikils virði og hún verður ekki aðeins metin til fjár, heldur held ég að hún sé meira virði í öðrum skilningi og það er það sem fólk skynjar," segir Sigurgeir og kveður framtíð Vinnslustöðvarinnar fremur vera fjárhags- og afkomuspursmál fyrir Eyjamenn en spurningu um skjótfenginn gróða. "Á meðan Eyjamenn hafa það á sínu valdi hvort fyrirtækið verður látið af hendi eða ekki þá er framtíð fyrirtækisins og sjávarútvegs í bænum í höndum Eyjamanna," segir Sigurgeir.

Spurður um af hverju ótti íbúa Vestmannaeyja stafi, segir Sigurgeir að margar ástæður kunni að liggja þar að baki, m.a. tilhugsunin um að fyrirtækið komist í hendur annarra en heimamanna. Taldi hann þó líklegast að óttann væri að rekja til þess misskilnings að ákvörðunarvaldið um framtíð Vinnslustöðvarinnar væri í höndum Eyjamanna ehf., sem þyrftu að fara í kapp við Stillu ehf. um að bjóða hæsta verðið. Svo væri hins vegar ekki þar sem þeir sem að Eyjamönnum ehf. stæðu gætu haldið að sér höndum og neitað að selja hlut sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK