Segja aðgerðir Seðlabanka skaða atvinnulíf

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Jim Smart

Fram­kvæmda­stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins átti í morg­un fund með for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra til að leggja áherslu á að rík­is­stjórn­in taki þegar á þeim vanda sem stjórn pen­inga­mála og hag­stjórn­in hafi ratað í. Segja sam­tök­in, að aðgerðir Seðlabank­ans skaði at­vinnu­líf án þess að skila ár­angri á móti og að bank­inn muni ekki að óbreyttu um fyr­ir­sjá­an­lega framtíð eiga mögu­leika á því að lækka vexti.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja, að fyrstu aðgerðir verði að bein­ast að því að skapa for­send­ur fyr­ir lækk­andi verðbólgu. Hafa verði hem­il á aukn­ingu sam­neyslu og til­færslu­út­gjalda. Lækka verði láns­hlut­föll Íbúðalána­sjóðs og láns­fjár­hæðir. Þá þurfi rík­is­stjórn­in að senda Seðlabank­an­um skýr boð um að hún ætl­ist til þess að bank­inn vinni ekki gegn trú­verðug­leika efna­hags­stefn­unn­ar og gegn vænt­ing­um um lægri verðbólgu. Það gefi Seðlabank­an­um tæki­færi til þess að kom­ast úr sjálf­heldu hárra vaxta og veki von um að gengi krón­unn­ar verði stöðugra og lægra en nú og þannig meira í takt við getu at­vinnu­lífs­ins og stöðuna í viðskipt­um við út­lönd.

Þá segja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, að til­raun­ir Seðlabank­ans til þess að hafa hem­il á verðbólgu með vaxta­hækk­un­um hafi sýnt að þetta tæki bank­ans dugi lítið sem ekk­ert í þeirri viðleitni. Ástæðurn­ar séu fyrst og fremst þær, að markaðshlut­deild óverðtryggðrar krónu sé orðin mjög lít­il í lána­kerf­inu og að hlut­deild er­lendra lána fer sí­fellt vax­andi. Enda reyni flest­ir sem geta að taka er­lend lán og flýja krón­una.

„Viðvar­andi háir vext­ir grafa þannig und­an krón­unni sem gjald­miðli. Al­mennt á vaxta­tækið að virka beint á einka­neyslu og fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tækja og draga þannig úr eft­ir­spurn. En þetta á aðeins í tak­mörkuðum mæli við í hag­kerfi eins og því ís­lenska þar sem til­tölu­lega lít­ill hluti hag­kerf­is­ins er háður vöxt­um í eig­in gjald­miðli. Seðlabank­inn hef­ur t.d. lýst gengi krón­unn­ar sem helsta miðlun­ar­tæki pen­inga­stefn­unn­ar hér á landi sem geng­ur út á það að háir vext­ir eigi að hækka gengið, beina eft­ir­spurn út úr hag­kerf­inu og draga svo mikið úr tekju­mynd­un í út­flutn­ings- og sam­keppn­is­grein­um að það hafi líka áhrif á eft­ir­spurn. En gjald­eyr­is­markaður­inn virðist hegða sér þannig að gengi krón­unn­ar lækk­ar löngu áður en slík eft­ir­spurn­aráhrif koma fram. Þegar markaðsaðilum finnst að of mikið sé kreppt að þess­um at­vinnu­grein­um hætta þeir að taka mark á Seðlabank­an­um og gengið lækk­ar þrátt fyr­ir him­in­háa vexti. Enn­frem­ur hef­ur auk­in alþjóðavæðing ís­lenska fjár­mála­markaðar­ins þýtt að háir vext­ir skapa nægt fram­boð er­lend­is frá af láns­fé í ís­lensk­um krón­um með svo­kölluðum jökla­bréf­um en virðast ekki hafa laðað fram telj­andi aukn­ingu á sparnaði inn­lendra aðila," seg­ir m.a. í bréfi, sem for­sæt­is­ráðherra var af­hent.

Frétta­bréf Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK