Óhjákvæmilegt að bregðast við tilmælum fiskifræðinga

Í hagspá Greiningardeildar Landsbankans kemur fram að óhjákvæmilegt sé annað en að sjávarútvegsráðherra bregðist við tilmælum fiskifræðinga og dragi verulega úr aflaheimildum frá því sem nú er.

Að sögn Björns Rúnars Guðmundssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Landsbankans, á morgunfundi þar sem ný hagspá Landsbankans var kynnt gerir Greiningardeildin ráð fyrir því að framleiðsla sjávarafurða dragist saman um 10% á næsta ári.

„Reyndar teljum við ólíklegt að farið verði að ítrustu tillögum og því höfum við byggt inn í okkar spá forsendu um að útflutningsverðmæti sjávarafurða lækki um 15 ma. kr. á árinu 2008 frá því sem annars hefði orðið. Hagvaxtaráhrif af þessari breytingu eru rúmlega 1% af landsframleiðslu," samkvæmt hagspá Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK