Íslendingar eiga einar átta einkaþotur

Íslendingar eiga átta einkaþotur
Íslendingar eiga átta einkaþotur mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eiga íslensk fyrirtæki og einstaklingar a.m.k. átta einkaþotur sem allar eru skráðar erlendis.

Eftirspurn eftir þjónustuflugi hefur náð hingað og eru stjórnendur íslenskra fyrirtækja sagðir duglegir að nýta sér það til að bregða sér á fundi landa á milli. Stofnað hefur verið sérstakt flugfélag um svona rekstur, IceJet, sem hefur fimm þotur á sínum snærum, þar af eru tvær í eigu félagsins.

Framleiðsla á einkaþotum blómstrar sem aldrei fyrr. Má ekki síst þakka það aukinni ásókn evrópskra kaupsýslumanna í þoturnar, því markaðurinn í Norður-Ameríku er ekki að minnka. Aukningin á síðasta ári var um 18% en framleiðendur viðskiptaþotna gera ráð fyrir að selja nær 10.000 vélar næsta áratuginn fyrir um 14 þúsund milljarða íslenskra króna.

Nánar er fjallað um þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK