Ingvar Helgason kaupir Harley Davidson á Íslandi

AP

Bifreiðaumboðið Ingvar Helgason ehf. hefur keypt Harley Davidson á Íslandi, umboðsaðila Harley Davidson og Buell mótorhjóla. Rekstur Harley Davidson umboðsins hefur verið á Grensásvegi 16 síðastliðin 4 ár og mun vera þar áfram. Á árinu verður verslunin og og verkstæðið stækkað, samkvæmt fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að á undanförnum árum hefur sala á mótorhjólum aukist jafnt og þétt. „Heildarsala þungra bifhjóla hefur vaxið mjög hratt frá árinu 1998 þegar heildarinnflutningur á notuðum og nýjum bifhjólum var í kringum 100 hjól á ári í tæp 1200 hjól árið 2006 og í ár stefnir í a.m.k. 1500 hjóla heildarinnflutning."

Harley Davidson er einn elsti mótorhjólaframleiðandi í heimi en fyrsta Harley Davidson umboðið var stofnað í Chicago árið 1903.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK