deCODE tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði selt rannsóknaraðstöðu sína í Woodridge í Illinois fyrir 25 milljónir Bandaríkjadala. Um leið var undirritaður samningur um að fyrirtækið leigi húsnæðið næstu 17 ár.
Fram kemur í tilkynningu að hagnaður af sölunni nemi alls 18,4 milljónum dala, sem notaðir verða í sjúkragreininga- ig lyfjaþróunarverkefni fyrirtækisins.