Hamlar Íbúðalánasjóður hagvexti?

mbl.is/Arnaldur
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is
„Það stendur ekki til að leggja niður Íbúðalánasjóð sem slíkan," sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, þegar leitað var viðbragða hjá honum við gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íbúðalánasjóð sem kynnt var í gær og greint var frá á mbl.is.

Í áliti sínu ítrekar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þá skoðun sína sem kom fram í skýrslu hans um íslensk efnahagsmál á síðasta ári, að tilvist Íbúðalánasjóðs skuli tekin til endurskoðunar. Samkeppni bankanna og Íbúðalánasjóðs hindri stýrivexti Seðlabankans í að draga úr innlendum eftirspurnarþrýstingi með skilvirkum hætti, og það komi meðal annars fram í því að skammtímavextir séu hærri en þeir þyrftu að vera.

Þetta kom fram í gær þegar sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti álit sitt í kjölfar reglulegra viðræðna við fulltrúa íslenskra stjórnvalda og atvinnulífs.

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir ábendingu sjóðsins um nauðsyn þess að endurskoða Íbúðalánasjóð til að auka skilvirkni peningastefnunnar sérstaklega þýðingarmikla.

"Álit sjóðsins varðandi Íbúðalánasjóð endurspeglar í raun að stjórnvöldum hafi verið mislagðar hendur hvað varðar Íbúðalánasjóð og afkomu ríkisins á húsnæðislánamarkaði síðustu ár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK