Krónubréf gefin út fyrir 10 milljarða króna í dag

mbl.is/Júlíus

Nokkuð stór útgáfa átti sér stað í dag á svokölluðum krónubréfum, en það skuldabréfútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum. Útgefandinn, Inter-American Devlopment Bank, gaf út bréf að verðmæti 10 milljarðar króna með 13% vöxtum og er bréfið til eins árs.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings kemur fram að heildarútgáfa ársins nemur um 160 mö.kr en á gjalddaga það sem eftir lifir ársins eru um 130 ma.kr og 195 ma.kr á því næsta.

„Útistandandi krónubréf eru nú um 370 ma.kr og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en stór gjalddagi er í september, eða meira en 60 ma.kr. Ef ekki kemur til móts útgáfa á móti þeim sem eru á gjalddaga þá, gæti það haft áhrif til veikingar á gengi krónunnar," samkvæmt Hálf fimm fréttum Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK