Nokkuð stór útgáfa átti sér stað í dag á svokölluðum krónubréfum, en það skuldabréfútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum. Útgefandinn, Inter-American Devlopment Bank, gaf út bréf að verðmæti 10 milljarðar króna með 13% vöxtum og er bréfið til eins árs.
Í Hálf fimm fréttum Kaupþings kemur fram að heildarútgáfa ársins nemur um 160 mö.kr en á gjalddaga það sem eftir lifir ársins eru um 130 ma.kr og 195 ma.kr á því næsta.
„Útistandandi krónubréf eru nú um 370 ma.kr og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en stór gjalddagi er í september, eða meira en 60 ma.kr. Ef ekki kemur til móts útgáfa á móti þeim sem eru á gjalddaga þá, gæti það haft áhrif til veikingar á gengi krónunnar," samkvæmt Hálf fimm fréttum Kaupþings.