Alcan og Airbus gera langtímasamning

Airbus A380.
Airbus A380. AP

Álframleiðandinn Alcan, sem m.a. á álverið í Straumsvík, hefur gert langtímasamning við evrópsku flugvélaverksmiðjurnar Airbus um sölu á hágæðaáli sem notað verður í allar flugvélar sem Airbus smíðar, þ.á m. nýju risaþotuna A380, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Í Evrópu framleiðir Alcan álplötur fyrir flugvélaiðnað í verksmiðju í Issoire í Frakklandi. Þar starfa um 1.500 manns. Eftir undirritun samningsins við Airbus sagði Christel Bories, framkvæmdastjóri hjá Alcan, að þetta undirstrikaði hlutverk fyrirtækisins sem helsta álvörubirgis Airbus, og mikilvægi flugvélaiðnaðarins fyrir Alcan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK