Viðskipti með bréf Century Aluminum Company hófust í dag þegar Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hringir opnunarbjöllu markaðarins. Century Aluminum er félag með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og starfrækir álverið á Grundartanga.
Það hefur í hyggju að útvíkka starfsemi sína hér á landi. Bréf Century Aluminum, sem þegar er skráð á bandaríska markaðinn Nasdaq, er fyrsta félagið á First north Iceland síðan markaðnum var hleypt af stokkunum. Century er enn fremur fyrsta nýja félagið til að skrá bréf sín á íslenska markaðinn á þessu ári.