Það er brýnt að efla rannsóknarvinnu vegna efnahagsbrota hér á landi, stytta málsmeðferð m.a.a með því að bæta við sérhæfðara starfsfólki, samræma betur hlutverk eftirlitsaðila, hafa sérfræðinga með í ráðum við lagasetningar og gæta þess að refsivarslan fylgi með, sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra á fundi embættisins og Samtaka Atvinnulífsins í morgun þar sem umræðuefnið var: efnahagsbrot, þolendur og afleiðingar brotanna.
Garðar G. Gíslason lögmaður sem var áður forstöðumaður hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og staðgengill skattrannsóknarstjóra var í meginatriðum sammála Helga og sagði réttargæslukerfið allt of flókið þegar kæmi að rannsókn efnahagsbrota.
Inn í það væri byggt flækjustig sem væri til þess fallið að draga alla málsferð á langinn og tók dæmi um mál þar sem Hæstiréttur hafi fellt niður refsingu þar sem mannréttindi hafi verið brotin á sakborningum þegar mál töfðust úr hófi.