Efla þarf málsmeðferð efnahagsbrota á Íslandi

Það er brýnt að efla rann­sókn­ar­vinnu vegna efna­hags­brota hér á landi, stytta málsmeðferð m.a.a með því að bæta við sér­hæfðara starfs­fólki, sam­ræma bet­ur hlut­verk eft­ir­litsaðila, hafa sér­fræðinga með í ráðum við laga­setn­ing­ar og gæta þess að refsi­varsl­an fylgi með, sagði Helgi Magnús Gunn­ars­son sak­sókn­ari efna­hags­brota hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra á fundi embætt­is­ins og Sam­taka At­vinnu­lífs­ins í morg­un þar sem umræðuefnið var: efna­hags­brot, þolend­ur og af­leiðing­ar brot­anna.

Garðar G. Gísla­son lögmaður sem var áður for­stöðumaður hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins og staðgeng­ill skatt­rann­sókn­ar­stjóra var í meg­in­at­riðum sam­mála Helga og sagði rétt­ar­gæslu­kerfið allt of flókið þegar kæmi að rann­sókn efna­hags­brota.

Inn í það væri byggt flækj­u­stig sem væri til þess fallið að draga alla máls­ferð á lang­inn og tók dæmi um mál þar sem Hæstirétt­ur hafi fellt niður refs­ingu þar sem mann­rétt­indi hafi verið brot­in á sak­born­ing­um þegar mál töfðust úr hófi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK