Tekjuafgangur hins opinbera nam 22,2 milljörðum króna sem er töluvert betri afkoma en á 1. ársfjórðungi 2006 er hún mældist 16,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.
Sem hlutfall af landsframleiðslu mældist tekjuafkoman 1,7% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 15,1%. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af góðri tekjuafkomu ríkissjóðs en tekjuafkoma sveitarfélaganna var einnig viðunandi og mældist 9,4% af tekjum sveitarfélaganna á þessum ársfjórðungi samkvæmt áætlun, að því er segir Hagtíðindum.