Afkoma ríkissjóðs batnar á milli ára

mbl.is

Tekjuafgangur hins opinbera nam 22,2 milljörðum króna sem er töluvert betri afkoma en á 1. ársfjórðungi 2006 er hún mældist 16,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Sem hlutfall af landsframleiðslu mældist tekjuafkoman 1,7% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 15,1%. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af góðri tekjuafkomu ríkissjóðs en tekjuafkoma sveitarfélaganna var einnig viðunandi og mældist 9,4% af tekjum sveitarfélaganna á þessum ársfjórðungi samkvæmt áætlun, að því er segir Hagtíðindum.

Vefur Hagstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK