Iceland Express býður farþegum að kolefnisjafna ferðir sínar

Iceland Express hefur gert samkomulag við Kolvið um að farþegar félagsins geti kolefnisjafnað ferðalög sín með flugfélaginu um leið og flugmiðinn hefur verið pantaður. Þannig geta flugfarþegar frá og með föstudeginum 15. júní lagt sitt af mörkum við að binda kolefni í stað þess kolefnis sem losnar í fluginu.

Fram kemur í fréttatilkynningu að kolefnisjöfnunin fari þannig fram að þegar búið sé að panta flugmiða á vef Iceland Express er smellt á tengil á staðfestingarsíðunni inn á vef Kolviðarsjóðsins. Þar er búið að reikna út meðalkolefnislosun á hvern farþega á viðkomandi flugleið. Því næst greiðir farþeginn framlag í Kolviðarsjóðinn sem sér til þess að gróðursett séu nægilega mörg tré til að binda í framtíðinni kolefni til jafns á við kolefnislosun eins farþega á viðkomandi flugleið.

Eins og gefur að skilja er kolefnislosun mismunandi eftir gerð flugvéla og lengd flugsins. Farþegi Iceland Express sem vill kolefnisjafna sitt ferðalag greiðir á bilinu 172 til 346 krónur til Kolviðar fyrir hverja flugferð, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK